Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. apríl 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man Utd og West Ham
Mynd: Guardian
Manchester United og West Ham mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Leikurinn verður 16:30 á Old Trafford.

Manchester United er í sjötta sæti, þremur stigum frá fjórða sætinu. Efstu fjögur liðin komast í Meistaradeildina eins og lesendur vita.

West Ham situr í ellefta sæti eftir kaflaskipt tímabil.

Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið fyrir leikinn.

Ashley Young og Luke Shaw eru í leikbanni hjá Manchester United og Nemanja Matic er tæður vegna veikinda.

Ander Herrera, Eric Bailly, Alexis Sanchez og Antonio Valencia eru á meiðslalistanum.

Michail Antonio, vængmaður West Ham, snýr aftur eftir að hafa misst af tapleiknum gegn Chelsea vegna ökklameiðsla. Samir Nasri er meiddur á kálfa.

Jack Wilshere verður ekki með á morgun en ætti að geta spilað næsta leik á eftir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner