Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. apríl 2019 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho segir McTominay hafa stöðvað Barcelona
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn úr stjórastól Manchester United í desember og starfar nú sem Meistaradeildarsérfræðingur í rússnesku sjónvarpi.

Man Utd tapaði á heimavelli fyrir Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem leiknum lauk með 0-1 sigri Börsunga. Margir bjuggust við betri leik spænsku meistaranna en Mourinho telur sig vita hvers vegna gestirnir hafi ekki verið uppá sitt besta.

„Barcelona spilaði ekki eins og Barcelona," sagði Mourinho í Russia Today.

„Ég held að United hafi verið með einn leikmann í liðinu sem var ástæðan fyrir þessu, Scott McTominay. Hann var eins og brjálaður hundur á miðjunni og þegar ég nota þetta orðalag þá meina ég það á besta mögulegan hátt.

„Hann var ekki hræddur við neinn og pressaði virkilega stíft þrátt fyrir að hafa verið að vinna með risastórt svæði. Hann neyddi andstæðingana til að sýna sér virðingu og var grimmur í öllum einvígum."


Það var Mourinho sem gaf McTominay tækifærið með aðalliði Rauðu djöflanna og hefur skoski miðjumaðurinn fengið þokkalegan spiltíma síðan.

McTominay er 22 ára gamall og hefur leikið 42 leiki fyrir Man Utd. Hann er búinn að taka þátt í 17 leikjum á þessu tímabili og kom við sögu í 23 leikjum á því síðasta.
Athugasemdir
banner
banner
banner