Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. apríl 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Portúgalar orðaðir við Man Utd
Powerade
Bruno Fernandes (til vinstri)
Bruno Fernandes (til vinstri)
Mynd: Getty Images
 Joao Felix hjá Benfica.
Joao Felix hjá Benfica.
Mynd: Getty Images
Bale, Herrera, Eriksen, Pogba, Gomes, Zouma, Varane og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Real Madrid mun setja 112 milljóna punda verðmiða á velska sóknarleikmanninn Gareth Bale (29) í sumar og telur að ensk félög séu tilbúin að borga þá upphæð. (AS)

Arsenal mun reyna að fá Ander Herrera (29) frá Manchester United en hann verður samningslaus í sumar. Talið er að spænski miðjumaðurinn muni fara til Paris St-Germain. (L'Equipe)

Qatar Sports Investments í Katar er að skoða möguleika á að kaupa félag í ensku úrvalsdeildinni. QSI á PSG. (Telegraph)

Marco Silva, stjóri Everton, segir að hann gæti keypt franska varnarmanninn Kurt Zouma (24) og portúgalska miðjumanninn Andre Gomes (25) frá Chelsea og Barcelona í sumar. Þeir eru báðir á Goodison Park á lánssamningum. (Liverpool Echo)

Silva segir að hann hafi engar áhyggjur af sögusögnum um að senegalski miðjumaðurinn Idrissa Gueye (29) gæti gengið í raðir Manchester United í sumar. (Manchester Evening News)

Manchester United er líklegt til að kaupa portúgalska miðjumanninn Bruno Fernandes (24) frá Sporting Lissabon í sumar. (A Bola)

Arsenal og Everton hafa bæði rætt við vængmanninn David Neres (22) hjá Ajax. Tilboði frá Borussia Dortmund var hafnað í janúar. (Telegraph)

Christian Eriksen (27), miðjumaður Tottenham, er efstur á óskalista Real Madrid. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur meiri áhuga á að fá Eriksen en Paul Pogba. (El Confidential)

Luka Jovic (21), sóknarmaður Eintracht Frankfurt og serbneska landsliðsins, vill ekki ganga í raðir Barcelona strax því hann hefur áhyggjur af því að spiltíminn yrði af skornum skammti. Þetta segir faðir leikmannsins. (Bild)

Txiki Begiristain, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester City, var í stúkunni í leik Frankfurt gegn Benfica í gær og sá Jovic skora. (Sun)

Begiristain var einnig að skoða Joao Felix (19) hjá Benfica en hann varð yngsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í Evrópudeildinni. Hinn portúgalski Felix er á óskalistum Manchester City og Manchester United. (Sun)

Real Madrid mun ekki hleypa franska miðverðinum Raphael Varane (25) frá félaginu í sumar fyrir minna en 431 milljón punda, sem er riftunarákvæðið í samningi hans. (AS)

Burnley mun hlusta á tilboð í markvörðinn Nick Pope (26) en Bournemouth er meðal áhugasamra félaga. Joe Hart (31) gæti einnig yfirgefið Burnley. (Mail)

Liverpool er komið langt í viðræðum við Nike um nýjan treyjusamning sem gæti orðið sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni. (ESPN)

Manchester United hefur boðið franska markverðinum Ahmadou Dia (20) hjá Marselle fjögurra ára samning. (L'Equipe, via Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner