Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. apríl 2019 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Alex hélt hreinu - Kjartan Henry skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson skipti úr Nordsjælland og yfir til Dijon í franska boltanum í fyrra. Hann fór beint inn í byrjunarliðið en missti byrjunarliðssæti sitt til Bobby Allain.

Nú virðist hann vera búinn að vinna sér inn byrjunarliðssætið aftur og átti hann stórleik gegn Lyon í síðustu umferð og var valinn í lið vikunnar af L'Equipe.

Í dag átti Dijon heimaleik gegn Amiens og hafði Rúnar lítið að gera en hélt þó hreinu í markalausu jafntefli. Þetta var mikilvægur leikur í fallbaráttunni en liðsfélögum Rúnars tókst ekki að skora þrátt fyrir urmul færa. Dijon er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni og situr sem stendur í umspilssæti um að falla.

Dijon 0 - 0 Amiens

Vejle 3 - 0 Horsens
1-0 Goncalves Sousa ('52, víti)
2-0 Goncalves Sousa ('62)
3-0 Kjartan Henry Finnbogason ('75)

Kjartan Henry Finnbogason hefur farið vel af stað með Vejle í danska boltanum og skoraði hann í 3-0 sigri gegn fyrrverandi félagi sínu, Horsens, í dag. Markið skoraði hann eftir hornspyrnu.

Þetta var annar sigur Vejle í röð í fallbaráttunni og þarf liðið helst að sigra alla þrjá síðustu leiki sína til að forða sér frá umspili um að falla niður í B-deildina.

Kjartan er kominn með þrjú mörk í átta leikjum fyrir félagið en áður hafði hann gert 20 mörk í 64 leikjum með Horsens í efstu deild.

Stromsgodset 2 - 3 Mjondalen

Dagur Dan Þórhallsson, á láni frá Keflavík, sat þá allan tímann á bekk Mjondalen sem vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í efstu deild í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner