Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. apríl 2019 09:10
Elvar Geir Magnússon
Smalling: Allt í góðu milli mín og Messi
Messi lá blóðugur eftir.
Messi lá blóðugur eftir.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að það séu engin illindi milli sín og Lionel Messi eftir leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Barcelona vann leikinn 1-0 á Old Trafford en seinni leikurinn verður á Nývangi í næstu viku.

Það blæddi úr nös Messi eftir að hann og Smalling voru að kljást í fyrri hálfleiknum.

„Við töluðum saman eftir þetta og tókumst í hendur," segir Smalling. „Hann vissi að þetta var slys."

Smalling kom af krafti inn í Messi og sló hann í andlitið. Óviljaverk, en það varð til þess að Messi lá blóðugur eftir. Messi fékk aðhlynningu á vellinum og hélt svo leik áfram.

„Þegar þetta gerðist þá gerði ég mér ekki grein fyrir því að hafa veitt honum þetta högg."

„Luis Suarez kom einnig og ræddi við mig eftir leikinn. Við áttum í smá rökræðum en eftir þær þá tók hann í höndina á mér og sagði 'gangi þér vel'. Það er jákvætt þegar menn geta barist innan vallar og svo er virðing eftir leikinn. Það eru allir að reyna að gera sitt besta," segir Smalling.


Athugasemdir
banner
banner
banner