Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. apríl 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Spánn um helgina - Barcelona mætir botnliðinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
32. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun þegar Espanyol og Alaves mætast í fyrsta leik helgarinnar klukkan 11:00.

Barcelona mætir botnliðinu, Huesca, síðar um daginn en liðið getur haldið áfram að auka forskot sitt á toppi deildarinnar. Það gæti farið svo að Ernesto Valverde nái að hvíla einhverja lykilmenn fyrir síðari leikinn gegn Manchester United.

Fyrir umferðina eru Börsungar með ellefu stiga forskot á Atletico Madrid. Leikur Huesca og Barcelona í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Talandi um Atletico Madrid, þá mætir liðið Celta Vigo seinni partinn en Celta er ekki enn búið að bjarga sér frá falli. Sevilla og Real Betis mætast síðan í síðasta leik morgundagsins.

Á sunnudag eru fimm leikir á dagskrá. Dagurinn er tekinn snemma á Spáni en fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 10:00. Þá eigast við Valladolid og Getafe.

Umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Leganes tekur á móti Real Madrid. Real Madrid gætið með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum skotist upp í 2. sæti deildarinnar. Leganes siglir lygnan sjó um miðja deild.

Laugardagur:
11:00 Espanyol - Alaves
14:15 Huesca - Barcelona (Stöð 2 Sport 3)
16:30 Atletico Madrid – Celta Vigo (Stöð 2 Sport 6)
18:45 Sevilla – Real Betis (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
10:00 Valladolid - Getafe
12:00 Athletic Bilbao – Rayo Vallecano
14:15 Real Sociedad - Eibar
16:30 Girona - Villarreal (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Valencia - Levante (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
19:00 Leganes - Real Madrid (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner