Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. apríl 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Viggó Kristjáns spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Viggó er fyrrum leikmaður Gróttu, ÍR og Breiðabliks.
Viggó er fyrrum leikmaður Gróttu, ÍR og Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle heimsækir Leicester.
Newcastle heimsækir Leicester.
Mynd: Getty Images
Surman og King heimsækja Brighton.
Surman og King heimsækja Brighton.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace  tekur á móti City.
Crystal Palace tekur á móti City.
Mynd: Getty Images
Atvinnumaðurinn í handknattleik og fyrrum knattspyrnumaðurinn Viggó Kristjánsson spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum.

Í síðustu viku spáði Arnar Grétarsson fimm leikjum rétt en nú er komið að Viggó sem í dag er leikmaður West Wien í Austurríki en gengur í raðir Leipzig í sumar.

Viggó lék með Breiðablik í Pepsi-deildinni sumarið 2013.

Leicester 1 – 0 Newcastle (19:00 í kvöld)
Mig langar að gefa Rafa eitt stig í þessum leik en ég held að Leicester séu of sterkir fyrir Newcastle um þessar mundir. Vardy potar inn einu marki í seinni hálfleik.

Tottenham 3 -0 Huddersfield (11:30 á morgun)
Skyldusigur hjá Tottenham. Llorente kemur inn fyrir meiddan Kane og skorar fyrsta markið. Son bætir svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Brighton 0-0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Þekki lítið til þessara liða. Brighton er í mikilli fallbaráttu og þiggja hvert stig. Þetta verður markalaust.

Southampton 2-1 Wolves (14:00 á morgun)
Úlfarnir svekktir eftir tap í FA Cup og Southampton nær að kreista fram mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Sigurmarkið kemur í uppbótartíma.

Fulham 0-2 Everton (14:00 á morgun)
Everton í góðum gír um þessar mundir og klára því þennan leik örugglega. Gylfi Sig með bæði mörkin úr opnum leik.

Burnley 0-1 Cardiff (14:00 á morgun)
Ef Aron Einar spilar þá endar leikurinn svona, annars tapa Cardiff. Tölfræðin lýgur ekki. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Cardiff í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Aron Einar með markið eftir klafs í teignum.

Man Utd 3-0 West Ham (16:30 á morgun)
West Ham búnir að vera slakir í síðustu leikjum og með marga leikmenn í meiðslum. United vinnur örugglega og setja pressu á Tottenham og Arsenal í baráttunni um fjórða sætið. Pabbi verður sáttur með þetta.

Crystal Palace 1-2 Man City (13:05 á sunnudag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir City en ég held að þeir klári þetta. Sterling klárar þetta í seinni með því að leggja boltann vinalega í hornið fjær eins og Siggi Helga vinur minn myndi orða það. Siggi og Gulli Gull fá því að vera á toppnum í smá stund.

Liverpool 2-1 Chelsea (15:30 á sunnudag)
Stórleikur umferðarinnar. Þetta er gríðarlega mikil prófraun á Liverpool liðið en miðað við formið á þeim upp á síðkastið þá klára þeir þetta með mörkum í sitthvorum hálfleiknum. Salah skorar sigurmarkið í seinni og kemur Liverpool aftur á toppinn. Það er kominn tími á að við Poolarar fáum að vinna þetta einu sinni...

Watford 0-1 Arsenal (19:00 á mánudag)
Ég vil spennu áfram í veðmálinu hjá Mike og Kristjáni Óla þannig ég tippa á Arsenal sigur.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Böðvar Böðvarsson (7 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Arnar Grétarsson (6 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (4 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner