fös 12. apríl 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Yossi Benayoun leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Yossi Benayoun hefur tilkynnt það að hann muni leggja skóna á hilluna eftir að tímabilinu í Ísrael lýkur. Hann leikur nú með Beitar Jerusalem í heimalandinu.

Þessi 38 ára gamli Ísraeli hefur átt ansi farsælan atvinnumannaferil. Hann kom víða við á ferli sínum.

Hann náði þeim magnaða árangri að spila með Arsenal, Liverpool og Chelsea. Hann, ásamt Sergio Aguero og Harry Kane, eru þeir einu þrír sem að hafa skorað þrennu í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og FA-bikarnum.

Hann á að baki 102 landsleiki en í þeim hefur hann gert 24 mörk. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 1998.

Eftir að tímabilinu lýkur mun hann taka að sér þjálfun hjá Beitar Jerusalem.
Athugasemdir
banner
banner