Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. apríl 2021 14:28
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Lýðs spilar með ÍBV í sumar
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Guðjón Pétur Lýðsson tilkynntur sem nýr leikmaður ÍBV síðar í dag.

Fótbolti.net greindi frá því í síðasta mánuði að ÍBV hefði áhuga á að fá Guðjón í sínar raðir frá Breiðabliki og nú er það frágengið. Fram reyndi einnig að fá hann.

Guðjón Pétur er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Breiðabliki frá 2019.

Hann byrjaði meistaraflokksferil sinn í Haukum en hefur einnig spilað með Álftanesi, Stjörnunni og Val. Hann spilaði fyrst með Blikum í Landsbankadeildinni 2007, var hjá félaginu frá 2013 til 2015 og svo aftur frá 2019 og þar til dagsins í dag.

Í fyrra var hann á láni hjá Stjörnunni og spilaði þá 14 leiki í deild og bikar og skoraði tvö mörk.

Áður hafði ÍBV fengið Eið Aron Sigurbjörnsson frá Val, Sigurð Grétar Benónýsson frá Vestra og Gonzalo Zamorano frá Víkingi Ó. fyrir átökin framundan í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner