Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. apríl 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna þrjár í 300 landsleikja klúbbnum
300 landsleikir!
300 landsleikir!
Mynd: Getty Images
Carli Lloyd er svo sannarlega goðsögn í fótboltaheiminum.

Þessi fótboltakona hefur verið hluti af besta landsliði heims - bandaríska landsliðinu - í núna 16 ár.

Á þessum 16 árum hefur hún spilað 300 landsleiki. Hún spilaði sinn 300 landsleik í jafnteflinu gegn Svíþjóð á laugardag. Í þessum 300 landsleikjum hefur hún skorað 124 mörk.

Það hafa aðeins tvær aðrar fótboltakonur náð þeim áfanga að spila 300 landsleiki, báðar fyrrum liðsfélagar Lloyd. Kristine Lilly spilaði 354 landsleiki og Christie Pierce spilaði 311

Bandaríska kvennalandsliðið er eins og félagslið í rauninni. Þær eru mikið saman og spila marga leiki.

Það þykir ólíklegt að Lloyd bæti metið en hún er 38 ára gömul. Hún stefnir á að spila með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner