Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. maí 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Almada og Carlos Vinicius orðaðir við Man Utd
Powerade
Thiago Almada (til vinstri) er orðaður við Manchester United.
Thiago Almada (til vinstri) er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Özil er ekki á förum frá Arsenal.
Özil er ekki á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum. BBC tók pakkann saman.



Mesut Özil (31) ætlar ekki að fara frá Arsenal í sumar en hann ætlar þess í stað að klára síðasta árið af samningi sínum. (Fanatik)

Arsenal vonast til að halda Dani Ceballos (23) á láni frá Real Madrid ef að tímabilið á Englandi verður klárað. Ceballos verður hins vegar ekki með Arsenal næsta vetur. (El Confidencial)

RB Leipzig er að berjast við Everton um Jean-Clair Todibo (20) varnarmann Barcelona. (HITC)

Manchester United hefur áhuga á miðjumanninum Thiago Almada (19) en hann hefur verið orðaður við Arsenal og Velez Sarsfield. (Tutto Mercato Web)

Manchester United hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning við miðjumanninn Angel Gomes (19) en hann verður samningslaus í lok júní. (Goal)

Carlos Vinicius (25) framherji Benfica er á óskalista Manchester United en hann er með 88 milljóna punda riftunarverð í samningi sínum. (Sun)

Chelsea vill gera atvinnumannasamning við miðjumanninn Charlie Webster (17) en hann er á óskalista Borussia Dortmund. (Telegraph)

Riyad Mahrez (29) segir að Liverpool hafi haft áhuga á sér áður en Manchester City keypti hann frá Leicester. (Bein Sports)
Athugasemdir
banner