Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar mættur aftur til Bologna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, er mættur aftur til Ítalíu til æfinga.

Ekkert hefur verið spilað í Serie A síðan 9. mars vegna kórónaveirunnar og ekki hefur verið staðfest ennþá hvenær og hvort tímabilið haldi áfram.

Ítölsk félög eru byrjuð að æfa í litlum hópum og vonir standa til að næstkomandi mánudag megi þau hefja hefðbundnar æfingar. Félög þar vonast ennþá til að hægt verði að ljúka tímabilinu.

Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að allir leikmenn Bologna séu mættir til Ítalíu til æfinga en Andri Fannar var síðasti leikmaðurinn sem kom til landsins.

Hinn 18 ára gamli Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik í Serie A í febrúar en þá kom hann inn á sem varamaður í leik gegn Udinese.
Útvarpsþátturinn - Bjarni Jó og Andri Fannar
Athugasemdir
banner
banner
banner