Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. maí 2020 14:50
Elvar Geir Magnússon
Balotelli var skammarlegur á æfingum Liverpool
Brendan Rodgers og Mario Balotelli.
Brendan Rodgers og Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Rickie Lambert, fyrrum leikmaður Liverpool, segist ekki hafa skilið af hverju Brendan Rodgers lét Mario Balotelli spila miðað við hversu skammarleg framganga hans á æfingum hafi verið.

Balotelli lék með Liverpool 2014-15, spilaði sextán leiki en skoraði bara eitt mark.

Lambert og Balotelli voru fengnir til Liverpool í sama glugganum og í nýju viðtali segir Lambert að ítalski sóknarmaðurinn hafi ekki nennt neinu á æfingum.

„Rodgers fékk Mario Balotelli og hann var á undan mér í röðinni. Það fór illa í hausinn á mér. Ég gat ekki skilið þetta," segir Lambert.

„Það var skammarlegt að sjá hann á æfingum. Utan vallar er hann flottur strákur en hegðun hans á æfingasvæðinu var ekki góð."

„Ég bara skildi ekki hvernig Rodgers leyfði honum að komast upp með þetta og valdi hann frekar en mig. Það hafði bein áhrif á mig og einnig neikvæð áhrif á liðið."

Lambert er einnig gagnrýninn á sjálfan sig og segir að það hafi verið nær ómögulegt að fylla skarð Luis Suarez sem hafði spilað með liðinu tímabilið á undan.

„Í hreinskilni sagt þá stóð ég mig ekki nægilega vel hjá Liverpool. Ég nýtti tækifærin ekki vel og þetta var ekki góður tími. Rodgers reyndi fljótlega að losa sig við mig og ég gerði mér grein fyrir stöðunni. Ég verð þó alltaf stoltur af því að hafa leikið fyrir Liverpool," segir Lambert en hann og Balotelli voru báðir aðeins eitt tímabil hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner