Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. maí 2020 15:26
Elvar Geir Magnússon
Erlend fótboltalið mega koma í æfingaferðir til Íslands
Frá æfingu Liverpool.
Frá æfingu Liverpool.
Mynd: Getty Images
Í dag voru kynntar tilslakanir á ferðatakmörkunum hér á landi en þar kom meðal annars fram að frá og með 15. maí geti íþróttalið komið til æfinga hér á landi án þess að einstaklingar þurfi að vera lokaðir í sóttkví.

Liðin falla þá undir 'sóttkví B' en þar er átt við að viðkomandi einstaklingur, einn eða fleiri, þarf ekki að vera heima hjá sér eða lokaður af í tilteknu rými heldur getur stundað vinnu á vinnustað en fylgt ströngum reglum.

„Sóttvarnalæknir hefur nú þegar lagt til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví sem gildi frá 15. maí sem hafi að geyma útvíkkun á svokallaðri sóttkví B. Hún nái til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni eins og vísindamenn, kvikmyndatökumenn og fréttamenn eða íþróttalið til æfinga," segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Mögulegt er að erlend íþróttafélög hafi þegar sent fyrirspurnir um möguleika á að koma til Íslands fyrst þau voru sérstaklega tekin fram í undanþágunni fyrir sóttkví B.

Miðað við þetta opnast möguleiki fyrir erlend fótboltalið að koma í æfingaferðir til Íslands þar sem takmarkanir varðandi æfingareglur eru minni en í þeirra landi.

Á Englandi eru til dæmis aðeins leyfðar einstaklingsæfingar í dag en hér á Íslandi er miðað við hópaskiptingu en stefnt á að æfingar með hefðbundnum hætti séu leyfðar frá og með 25. maí. Talað hefur verið um að takmörkununum verði jafnvel létt fyrr.
Athugasemdir
banner
banner
banner