Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 12. maí 2020 14:00
Fótbolti.net
FH reynir að fá Pétur Viðars til að skipta um skoðun
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH.
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Sagan segir að FH-ingar séu búnir að reyna að fá Pétur Viðarsson til að hætta við að hætta," segir Elvar Geir Magnússon í Niðurtalningunni, hlaðvarpsþætti þar sem hitað er upp fyrir íslenska boltann.

Pétur er 32 ára varnarmaður sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Fyrsti leikur hans með FH var árið 2006 en hann hefur unnið fimm Íslandmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með liðinu.

Sagan segir að FH vilji að Pétur taki slaginn með liðinu í sumar.

„Það væri mikill styrkur fyrir FH-inga ef þeir næðu að sannfæra hann. Pétur er mikill keppnismaður. FH vantar fleiri leikmenn í hópinn upp á breiddina að gera og Pétur er vanalega í góðu standi," segir Magnús Már Einarsson.

„Ég veit ekki alveg hvernig mál standa, hvort hann liggi undir feldi eða hvað en þetta er allavega tilraun sem verið er að gera í Krikanum," segir Elvar.

Það gustaði hressilega um FH í vetur.

„Þetta Covid-dæmi gerir að verkum að nú er eiginlega ýtt á 'restart' takkann. Þetta er ný byrjun. Sagan segir að FH-ingar séu með alla anga úti og að skoða alla mögulega kosti á leikmannamarkaðnum."

Magnús segir spennandi að sjá hvernig liðin munu koma inn í mótið. „Það á við um FH eins og fleiri lið að menn geta komið ferskir til baka eftir smá frí. Davíð og Bjarni Viðars eru í nýju meistaraflokksráði, þeir eru komnir hinumegin við borðið í þessu ráði með Jóni Erlingi Ragnarssyni sem er líka fyrrum leikmaður FH. Þetta er öflugt ráð sem gæti hjálpað þeim," segir Magnús.
Niðurtalningin - Maggi Bö og skemmtilegustu vellirnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner