Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. maí 2020 14:35
Elvar Geir Magnússon
Keppni stöðvuð ef leikmaður greinist með veiruna
Andrea Belotti, leikmaður Tórínó.
Andrea Belotti, leikmaður Tórínó.
Mynd: Getty Images
Heilbrigðisráðherra Ítalíu segir að ef einhver leikmaður greinist með kórónaveiruna verði keppni stöðvuð.

Ítölsk félög áætla að hefja æfingar að nýju á mánudaginn en enn er stefnt að því að klára A-deildina.

Sandra Zampa heilbrigðisráðherra segir að ef leikmaður eða starfsmaður greinist með veiruna eftir að hópæfingar eru farnar af stað þurfi liðið að fara í fimmtán daga sóttkví.

„Það er alveg á kristaltæru að ef einhver greinist með COVID-19 hjá félagi þá verður allt stöðvað," segir Zampa.

„Samstundis þarf liðið að fara í sóttkví og allt tímabilið verður stöðvað. Eina ástæðan fyrir því að við erum að ræða um að hefja deildina aftur er efnahagsleg."

Afar ólíklegt er talið að keppni í ítölsku B-deildinni fari aftur af stað en félögin þar eru ekki með eins mikla fjárhagslega burði til að standast öryggiskröfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner