Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. maí 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Wolves braut reglur með því að fara í gleðskap
Gibbs-White í leik með Úlfunum gegn Liverpool.
Gibbs-White í leik með Úlfunum gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Morgan Gibbs-White, miðjumaður Wolves, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir að brjóta reglur er varðar útgöngubann í Bretlandi.

Strangar reglur eru í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins. Í Bretlandi hafa tæplega 32,700 látist vegna veirunnar, en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist.

Það náðust myndir af Gibbs-White, sem er í enska U21-landsliðinu, í gleðskap með vinum sínum í Lundúnum í síðustu viku.

Í mars hvatti Gibbs-White fylgjendur sína á Instagram til að halda sig heima og hjálpa þannig heilbrigðisstarfsfólki.

Hann er ekki fyrsti fótboltamaðurinn sem brýtur reglur um útgöngubann í Bretlandi. Því miður.

Sjá einnig:
Úlfarnir fyrstir í sýnatökur
Gagnrýnir Walker harðlega: Ég vil ekki senda einhvern í gröfina

Athugasemdir
banner
banner
banner