Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. maí 2020 07:00
Aksentije Milisic
Mbappe sagður stoltur af áhuga Klopp
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur verið orðað við Kylian Mbappe undanfarnar vikur en franski landsliðsmaðurinn myndi kosta liðið um 250 milljónir punda.

Sagt er að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vilji fá Mbappe til félagsins skyldi það gerast að Sadio Mane yfirgefi Liverpool. Real Madrid er talið hafa mikinn áhuga á Mane.

Samkvæmt Le10Sport.com, þá hringdi Klopp í föður Mbappe til að ræða um þann möguleika að koma til Liverpool. Nú hefur sami miðill sagt frá því að Mbappe hafi verið stoltur af áhuga Klopp.

Samkvæmt Ander Herrera, leikmanni PSG, þá er Mbappe hins vegar mjög ánægður í París og er hann ekki með nein áform um að yfirgefa PSG.

„Mbappe og Neymar eru ennþá hjá PSG og sýna mikinn stuðning, sérstaklega á þessum erfiðu tímum sem eru í gangi. Þeim líður báðum mjög vel í París," sagði Herrera.
Athugasemdir
banner
banner
banner