þri 12. maí 2020 06:00
Aksentije Milisic
Messi gefur hálfa milljón evra til sjúkrahúsa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur gefið hálfa milljón evra til heimaland síns, Argentínu. Þessum pening verður dreift til sex mismunandi sjúkrahús þar í landi.

Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu. Þetta gerir hann til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við kórónu veiru faraldurinn.

Messi tók þátt í „Together for Health Argentina“ söfnunarherferðinni en þar er verið að kaupa birgðir og búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn, til þess að takast á við faraldurinn.

Hluti af peningnum sem Messi keypti fór í kaup á öndundarvélum sem og öðrum tengdum búnaði.
Athugasemdir
banner
banner
banner