Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Rabiot væntanlegur til Tórínó á morgun - Óhlýðnaðist skipunum Juventus
Adrien Rabiot
Adrien Rabiot
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot er væntanlegur aftur til Juventus á morgun en franski miðjumaðurinn er sagður hafa farið í verkfall eftir að hann þurfti að taka á sig launaskerðingu vegna kórónaveirunnar, rétt eins og samherjar hans þurftu að gera.

Rabio átti að vera búinn að skila sér til ítalska félagsins en óhlýðnaðist skipunum.

Framtíð Rabiot er talin í óvissu en hann gekk í raðir Juventus á frjálsri sölu í fyrra. Hann hefur aðeins leikið ellefu byrjunarliðsleiki fyrir Ítalíumeistarana á þessu tímabili.

Rabiot kemur til Tórínó á morgun en hann hefur verið heima í Frakklandi. Hann þarf að fara í tveggja vikna sóttkví áður en hann má hefja æfingar með Juventus á ný.

Rabiot var áður hjá Paris Saint-Germain en þar lenti hann úti í kuldanum eftir að hafa brotið agareglur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner