þri 12. maí 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rétthafar geta krafist svimandi upphæðar í endurgreiðslu þó tímabilið verði klárað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félög í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að greiða allt að 340 milljónir punda til baka til sýningarrétthafa af ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt heimildum BBC gætu félögin þurft að endurgreiða þessa upphæð jafnvel þó að deildin fari af stað að nýju og klárist.

Breski ríkismiðillinn greinir frá því að félög hafi fengið þær upplýsingar að þessi upphæð geti hækkað ef tímabilið verður stytt eða ef hætt verður við að fella lið niður um deild.

Þetta kom fram á fundinum í gær þar sem fulltrúar allra félaganna ræddu um framtíð deildarinnar.

„Við gátum látið félögin fá í té upplýsingar á stöðunni er varðar rétthafa og þær upplýsingar eru að sjálfsögðu trúnaðarmál," sagði Richard Masters, stjórnarformaður ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

„Hvað sem gerist þá munu félögin verða fyrir talsverðu tekjutapi, það er óumflýgjanlegt. Ég vil ekki gefa upp neinar tölur á þessum tímapunkti."

Meira frá fundinum í gær:
Ensk félög ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið
Möguleiki að framlengja samninga og lánssamninga
Ensk félög mótfallin því að spila á hlutlausum völlum
Athugasemdir
banner
banner