Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. maí 2020 06:00
Aksentije Milisic
Spilað á hverjum degi í La Liga?
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti La Liga, segir að leikir verði spilaðir á hverjum degi þegar eða ef, deildin kemst af stað. La Liga var stöðvuð í mars síðastliðinn en stefnt er að því að setja deildina aftur í gang í næsta mánuði.

Félög eru byrjuð að æfa og er Tebas bjartsýnn á að keppni geti hafist að nýju sem fyrst.

„Ég veit ekki hvenær fótboltinn snýr aftur. „Ég vil sjá deildina fara aftur af stað 12. júní en við þurfum að fara varlega," sagði Tebas.

„Í 35 daga verða leikir spilaðir daglega í deildinni. Sólarhring fyrir hvern leik verða leikmenn skoðaðir af læknum."


Athugasemdir
banner
banner