banner
   þri 12. maí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez þráði að slá í gegn hjá Arsenal: Auðvitað var þetta slæmt
Denis Suarez.
Denis Suarez.
Mynd: Getty Images
'Ég var heill heilsu fyrstu vikuna, bara það'
'Ég var heill heilsu fyrstu vikuna, bara það'
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Denis Suarez segist aðeins hafa verið heill heilsu í eina viku sem leikmaður Arsenal.

Spænski miðjumaðurinn gekk í raðir Arsenal á láni frá Barcelona í janúar síðastliðnum, en hann lék aðeins sex leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Síðasta sumar gekk hann svo í raðir Celta Vigo fyrir 16 milljónir evra þar sem hann hefur spilað 16 deildarleiki á þessari leiktíð í La Liga.

Í viðtali við The Athletic segir Suarez: „Auðvitað var þetta slæmt lán því ég spilaði ekki. En það eru ákveðnar aðstæður sem komu upp sem ég vil að stuðningsmennirnir skilji."

„Unai Emery sagði mér að hann væri að leita að kantmanni. Það er ekki mín besta staða, en ég get spilað þar. Hann sagði við mig: 'Komdu hingað. Þú munt spila. Ekki vera áfram í Barcelona. Þú spilar og svo kaupum við þig'."

„Ég vildi að Arsenal myndi kaupa mig, en félagið gat það ekki á þeim tíma. Þeir vildu fá mig á láni og eftir lánssamninginn myndi ég eiga eitt ár eftir af samingi mínum. Þá gætu þeir keypt mig. Það hljómaði vel."

„Ég hafnaði öðrum félögum: Real Betis, Sevilla og AC Milan. Ég tók áhættu með því að fara á láni. Ég hefði getað skrifað undir fimm ára samning hjá hinum félögunum. Ég vildi mikið að það myndi ganga upp hjá Arsenal, en fólk skilur ekki almennilega hvað gerðist."

„Ég spilaði fyrsta leik minn gegn Manchester City og tíu dögum síðar meiddist ég í leik gegn BATE í Evrópudeildinni. Ég var sárkvalinn í náranum. Ég fann fyrir miklum sársauka þegar ég hljóp, þegar ég skaut boltanum og sendi hann. Það var mjög erfitt. Ég var svona 30 prósent."

„Ég var heill heilsu fyrstu vikuna, bara það."
Athugasemdir
banner
banner
banner