Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. maí 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax bræðir bikarinn og gefur stuðningsmönnum
Mynd: EPA
Hollenska stórveldið Ajax varð Hollandsmeistari enn eina ferðina á síðustu leiktíð.

Ajax fékk afhendan Hollandsmeistaratitil en í stað þess að bæta honum við bikarhilluna ákvað félagið að láta bræða hann aftur niður.

Bikarinn var bræddur niður og efni bætt við til að búa til 42000 stjörnur. Hver stjarna vegur 3,45g og inniheldur 0,06g af bikarnum.

Stjörnurnar verða gefnar ársmiðahöfum félagsins.

Til gamans má geta að hollenska knattspyrnusambandið ákvað að gefa Ajax annan bikar til að setja í skápinn.
Athugasemdir
banner
banner