Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. maí 2021 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casey Stoney segir starfi sínu hjá Man Utd lausu
Mynd: Getty Images
Casey Stoney hefur ákveðið að hætta sem þjálfari kvennaliðs Manchester United.

Hin 38 ára gamla Stoney var fyrsti þjálfari Man Utd eftir að liðið var stofnað. Hún tók við 2018 og hefur gert virkilega flotta hluti á skömmum tíma.

Hún kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og á þessu tímabili er Man Utd búið að blanda sér í toppbaráttuna. United endaði í fjórða sæti og rétt missti af Meistaradeildarsæti.

Stoney er fyrrum landsliðsfyrirliði Englands en talið er að hún sé að fara til Bandaríkjanna þar sem hún mun taka við nýstofnuðu kvennaliði San Diego sem mun koma inn í bandarísku deildina á næsta ári.

María Þórisdóttir leikur með Man Utd. Hún er norska landsliðskona en á íslenskan föður. Það er handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson.
Athugasemdir
banner
banner