Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. maí 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lahoz dæmir úrslitaleikinn - Rak Pep útaf gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dómarasamband UEFA er búið að staðfesta að spænski dómarinn Mateu Lahoz mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram laugardaginn 29. maí.

Þetta verður enskur úrslitaleikur þar sem Manchester City og Chelsea eigast við í hörkuslag.

Lahoz er 44 ára gamall og hefur aldrei áður dæmt úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann var fjórði dómari í úrslitaleiknum 2019 þegar Liverpool lagði Tottenham að velli.

Lahoz hefur dæmt sex Meistaradeildarleiki á tímabilinu, þar á meðal viðureign FC Bayern og PSG í 8-liða úrslitum. Þá hefur Lahoz verið valinn sem dómari á EM í sumar.

Pep Guardiola, stjóri Man City, á sér sögu með Lahoz því hann dæmdi 8-liða úrslitin 2018 þegar Liverpool sló City úr leik. Lahoz dæmdi mark af Man City og rak svo Guardiola upp í stúku þegar hann kvartaði hástöfum.

Franski dómarinn Clement Turpin mun dæma úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Manchester United mætir Villarreal.

Turpin var fjórði dómari í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018 þegar Real Madrid lagði Liverpool að velli. Hann mun einnig dæma á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner