Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vill White - Arsenal íhugar að gera tilboð í Dembele
Powerade
Ben White, varnarmaður Brighton.
Ben White, varnarmaður Brighton.
Mynd: Getty Images
Tom Heaton til Man Utd?
Tom Heaton til Man Utd?
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
White, Dembele, Garcia, Kane, Giroud, Heaton, Aurier og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Roma hefur blandað sér í baráttuna um enska varnarmanninn Ben White (23) hjá Brighton en Jose Mourinho vill fá hann til Ítalíu. (Sun)

Arsenal íhugar að gera tilboð í franska sóknarmanninn Moussa Dembele (24) sem er hjá Atletico Madrid á lánssamningi frá Lyon. (Telegraph)

Chelsea ætlar að bjóða Thomas Tuchel nýjan þriggja ára samning í lok tímabilsins. (Mail)

Barcelona hefur áhuga á að skipta út Miralem Pjanic (31) fyrir Jorginho (29), miðjumann Chelsea. (Sport)

Barcelona hefur náð samkomulagi við Manchester City um að fá spænska varnarmanninn Eric Garcia (20) á frjálsri sölu. (Goal)

Manchester United vill fá enska sóknarmanninn Harry Kane (27) frá Tottenham. (Football Insider)

Inter og Lazio vilja fá franska sóknarmanninn Olivier Giroud (34) hjá Chelsea. (Calciomercato)

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, segist bjartsýnn á að félagið geti haldið enska sóknarmanninum Danny Ings (28) sem á ár eftir af samningi sínum. (Mail)

Norski miðjumaðurinn Sander Berge (23) hjá Sheffield United er með 35 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum en ekki 12 milljón punda eins og einhverjir fjölmiðlar hafa haldið fram. (YorkshireLive)

Jose Mourinho vonast til að vinna aftur með markverðinum Sergio Romero (34) þegar hann tekur við stjórn Roma. Romero er markvörður Manchester United og Argentínu. (Express)

Manchester United er nálægt kaupum á enska markverðinum Tom Heaton (35) frá Aston Villa en hann á að koma í stað Romero. (Sun)

AC Milan hefur áhuga á Fílabeinsstrendingnum Serge Aurier (28) hjá Tottenham. Real Madrid hefur einnig sent fyrirspurn um Aurier en samningur hans við Spurs rennur út 2022. (Foot Mercato)

Franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte (26) hjá Manchester City á möguleika á því að spila fyrir Spán. Laporte hefur leikið fyrir Frakka í yngri landsliðum en ekki fengið tækifæri með A-landsliðinu. (Marca)

Leeds United segir að Patrick Bamford (27) verði ekki seldur. (Star)

Arsenal, AC Milan og Mónakó hafa áhuga á vinstri bakverðinum Ryan Bertrand (31) hjá Southampton. (Goal)

Southampton og Leeds United hafa áhuga á enska landsliðsmanninum fjölhæfa Ainsley Maitland-Niels (23) sem er á láni hjá West Brom frá Arsenal. (Mail)

Everton mun leyfa Theo Walcott (32) að fara í sumar. Walcott hefur verið á láni hjá Southampton en samningur hans rennur út í næsta mánuði. (Football Insider)

Fulham vill að stjórinn Scott Parker og serbneski sóknarmaðurinn Aleksandar Mitrovic verði áfram hjá félaginu. Fulham er fallið úr úrvalsdeildinni. (Sun)

Manchester United er tilbúið að gera 15 milljóna punda tilboð í vængmanninn Kamaldeen Sulemana (19) hjá Nordsjælland. Óttast er að hann fái þó ekki atvinnuleyfi til að spila á Bretlandi. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner