Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 12. maí 2021 21:52
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristins: Flott taktík hjá þeim og skemmtileg
Rúnar Kristinsson var hrifinn af liði Fylkis í kvöld.
Rúnar Kristinsson var hrifinn af liði Fylkis í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur við jafntefli miðað við hvernig leikurinn var. Þetta var hörkuleikur, jafn leikur og sterkt að koma svona snemma til baka eftir að við fáum mark snemma í andlitið. Svo gerir Beitir vel í að verja vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1 - 1 jafntefli við Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KR

„Mér fannst vítaspyrnudómurinn soft en alveg hægt að dæma. Það skiptir samt engu máli því Beitir varði vel og við vorum líklegri stærstan hluta síðari hálfleiks fannst mér. Spiluðum fínt og færðum boltann en ákvörðunartakan ekki nægilega góð. Svo kom smá pressa frá Fylki í restina. Þetta er hörkugott Fylkislið sem er kraftur í, ungir strákar sem eru mjög sprækir og erfiðir við að eiga. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt jafntefli og við erum sáttir við þetta stig," sagði Rúnar sem hélt svo áfram að hrósa heimamönnum í Fylki.

„Þetta er öðruvísi Fylkislið en við höfum séð áður, þeir spiluðu mikið út frá markmanni og á sama tíma eru þeir með marga menn frammi svo það er erfitt að pressa á þá. Þeir gera þetta vel og taka sénsa en leysa það ofboðslega vel. Þetta er flott taktík hjá þeim og skemmtileg og þeir gera okkur erfitt fyrir oft á tíðum. Heilt yfir eru þetta sanngjörn úrslit."

Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu að ofan, hann ræðir Odd Inga sem fer í Grindavík í kvöld, Kjartan Henry Finnbogason, Covid test og meiðsli Kristjáns Flóka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner