Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. maí 2021 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrítin úrslit hjá Arsenal í sögulegu samhengi
Arsenal lagði Chelsea að velli í kvöld, 0-1.
Arsenal lagði Chelsea að velli í kvöld, 0-1.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur ekki getað fagnað mörgu á þessu tímabili. Það hefur heilt yfir ekki verið mjög jákvætt.

Liðið átti hins vegar fínt kvöld. Arsenal hafði betur gegn Chelsea þar sem Emile Smith Rowe skoraði eina markið eftir slæm mistök frá Jorginho.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.

Chelsea stjórnaði ferðinni en Arsenal varðist nokkuð vel og náði að halda út. Þeir halda lífi í baráttu sinni um að komast í Evrópudeildina fyrir næsta tímabil.

Þetta er í fyrsta sinn frá 2003/04 tímabilinu að Arsenal vinnur báða leiki sína gegn Chelsea á einu tímabili. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er einnig eini stjórinn sem hefur tekist að leggja Chelsea að velli bæði með Frank Lampard og Thomas Tuchel í brúnni. Chelsea hefur verið á fleygiferð undir stjórn Tuchel.

Heilt yfir hefur verið skrítið tímabil fyrir Arsenal, hvað varðar úrslit í deildinni. Liðið vann sinn fyrsta sigur á Old Trafford í 15 ár og sinn fyrsta sigur á Stamford Bridge í tíu ár en tapaði svo gegn Everton á heimavelli í fyrsta sinn síðan 1996 og tapaði í fyrsta sinn á heimavelli gegn Burnley síðan 1974.



Athugasemdir
banner
banner