Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær vonar að Maguire verði klár fyrir úrslitaleikinn
Mynd: EPA
Harry Maguire meiddist á liðbandi í ökkla í 1-3 sigri Manchester United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag og mun ekki spila annan deildarleik á tímabilinu.

Maguire er fyrirliði Man Utd og hafði spilað allar mínútur í ensku deildinni frá komu sinni til félagsins sumarið 2019 þar til hann fór útaf meiddur.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, vonast til að geta notað Maguire í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villarreal 26. maí.

„Það er slæmt að meiðast á liðbandi en við erum mjög jákvæðir fyrir framhaldinu. Ég held ekki að hann muni spila aftur í deildinni en við erum að gera allt í okkar valdi til að koma honum í stand fyrir úrslitaleikinn," sagði Solskjær.

„Ég vona að hann geti verið klár fyrir úrslitaleikinn."
Athugasemdir
banner
banner