Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 2. sæti
Fjarðabyggð/Hetti/Leikni er spáð 2. sæti í 2. deild
Fjarðabyggð/Hetti/Leikni er spáð 2. sæti í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru margir spenntir að sjá Freyju Karín spila
Það eru margir spenntir að sjá Freyju Karín spila
Mynd: Fjarðabyggð
Steinunn Lilja fyrirliði verður á sínum stað í markinu
Steinunn Lilja fyrirliði verður á sínum stað í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
3. KH
4. Völsungur
5. ÍR
6. Sindri
7. Fram
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 3. sæti í 2. deild

Þjálfarar: Björgvin Karl Gunnarsson er áfram í brúnni fyrir austan. Hann tók við liðinu haustið 2018 og þekkir deildina vel.

Það er öflug umgjörð í kringum lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis og liðið var hársbreidd frá því að komast upp á síðasta tímabili. Heimavöllurinn gæti orðið mikið vígi. Félagið hefur sett mikinn metnað í leikmannakaup og munu fjórir erlendir leikmenn leika með liðinu í sumar auk öflugra heimakvenna. Sóknarmaðurinn ungi, Freyja Karín Þorvarðardóttir, vakti athygli fyrir markaskorun síðasta sumar og í ár gætu fleiri ungir leikmenn stigið upp og fengið sviðsljósið.

Lykilmenn: Freyja Karín Þorvarðardóttir, Alexandra Taberner Tomas, Marta Sáez

Gaman að fylgjast með: Hin 15 ára Björg Gunnlaugsdóttir hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og er spennandi leikmaður, fljót og útsjónarsöm.

Við heyrðum í Kalla þjálfara og spurðum út í sumarið:

Ykkur er spáð 2. sæti. Kemur það á óvart?

„ Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við spilamennskuna í fyrra þar sem við vorum einum úrslitum frá því að fara upp, en það verður nýtt og öðruvísi tímabil í ár og spennandi ný lið og nýtt fyrirkomulag. Er nokkuð viss um að deildin verði sterkari en áður.”

Finnurðu fyrir pressu að fara með liðið upp?

„ Nei, ég finn ekki fyrir pressu þar sem við höfum sett okkur þau markmið að komast í úrslitakeppnina. Markmið okkar er áfram að fara upp í Lengjudeildina og við teljum að það skref myndi lyfta upp kvennaboltanum fyrir austan.“

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„ Undirbúningur liðsins hefur gengið þokkalega þar sem við tókum þátt í Kjarnafæðismótinu sem er gott mót fyrir okkur. Covid tók reyndar af okkur nokkra leiki í Lengjubikarnum og hefði verið fínt fá þá leiki.“

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?

„Við höldum megnið af okkar kjarna en liðið verður engu að síður töluvert breytt frá því í fyrra og við höfum fiktað okkur áfram í nýju kerfi.“

Hvernig áttu von á að deildin spilist?

„ Ég er á því að meira sé undir í hverjum leik þegar leikinn er einföld umferð. Sé fyrir mér jafna deild og mikla baráttu um að komast í úrslita keppnina.“

Komnar:
Marta Sáez frá Spáni
Alexandra Taberner Tomas frá Spáni
Bayleigh Chaveirs frá Bandaríkjunum
Anne Bailey frá Bandaríkjunum

Farnar:
Elísabet Eir Hjálmarsdóttir í HK
Jóhanna Lind Stefánsdóttir í Keflavík
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir í Þrótt (var á láni)
Heidi Giles til Ungverjalands
Nina Wilsson til Englands
Shakira Duncan til Ísrael

Fyrstu leikir Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis:
13. maí Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - ÍR
22. maí Álftanes – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
29. maí Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner