fim 12. maí 2022 07:30
Elvar Geir Magnússon
Juve býður Pogba 8 milljónir punda í árslaun
Powerade
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba.
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Sergino Dest.
Sergino Dest.
Mynd: EPA
Aston Villa er nálægt því að tryggja sér kaup á Coutinho.
Aston Villa er nálægt því að tryggja sér kaup á Coutinho.
Mynd: Getty Images
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: EPA
Pogba, Jesus, Richarlison, Rice, Coutinho, Gallagher, Carrick og fleiri sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Juventus er tilbúið að bjóða Paul Pogba (29), miðjumanni Manchester United, um 8 milljónir punda á ári eða 160 þúsund pund í vikulaun auk bónusgreiðslna og undirskriftargreiðslu. Samningur Pogba rennur út í sumar og Manchester City er sagt hafa áhuga. (Mirror)

Chelsea hefur áhuga á að fá bandaríska varnarmanninn Sergino Dest frá Barcelona (21). (Sport)

Umboðsmaður Gabriel Jesus (25), sóknarmanns Manchester City, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við Arsenal. (Guardian)

Þrír miðjumenn sem voru á óskalista Manchester United hafa hafnað því að fara á Old Trafford. (Star)

Tottenham hefur áhuga á þremur leikmönnum Everton, þar á meðal brasilíska framherjanum Richarlison (25), enska vængmanninum Anthony Gordon (21) og enska varnarmanninum Ben Godfrey (24). (Telegraph)

Tottenham hefur einnig áhuga á belgíska miðjumanninum Youri Tielemans (25) hjá Leicester. (GiveMeSport)

Dimitar Berbatov hefur sagt Tottenham að einbeita sér ekki of mikið af því að halda Harry Kane (28) því toppfélög hafi einnig áhuga á Son Heung-min (29). (London Evening Standard)

Manchester United hefur verið sagt að félagið þurfi að borga 85,5 milljónir punda ef það vill fá nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (23) frá Napoli í sumar. (Calciomercato)

Declan Rice (23) mun hafna nýju samningstilboði West Ham. (GiveMeSport)

West Ham vill fá enska sóknarmanninn Ollie Watkins (26) frá Aston Villa. (Mail)

Úlfarnir vilja fá portúgalska leikmanninn Joao Palhinha (26) frá Sporting Lissabon ef portúgalski miðjumaðurinn Joao Moutinho (35) yfirgefur félagið. (Jornal de Noticias)

Aston Villa er nálægt því að tilkynna um kaup á brasilíska sóknarmiðjumanninum Philippe Coutinho (29) sem hefur verið á láni á Villa Park frá Barcelona síðan í janúar. (Fabrizio Romano)

Everton íhugar að gera sumartilboð í írska markvörðinn Gavin Bazunu (20) hjá Manchester City. (Irish Independent)

Leicester vill fá belgíska miðjumanninn Charles de Ketelaere (21) frá Club Brugge. (Corriere dello Sport)

Manchester United þarf að borga 34 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Konrad Laimer (24) ef félagið vill fá austurríska framherjann frá RB Leipzig. (Transfermarkt)

Southampton íhugar að gera tilboð í pólska markvörðinn Bartlomiej Dragowski (24) hjá Fiorentina. (Telegraph)

Crystal Palace vill fá enska miðjumanninn Conor Gallagher (22) alfarið frá Chelsea en hann var valinn leikmaður tímabilsins hjá félaginu, hann er á lánssamningi. (TalkSport)

Michael Carrick, fyrrum miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, er líklegastur til að verða næsti stjóri Lincoln City í ensku D-deildinni. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner