Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 12. júní 2018 08:26
Arnar Daði Arnarsson
Gylfi: Ætti kannski að heyra í Funes Mori
Icelandair
Gylfi Þór á æfingu í Rússlandi.
Gylfi Þór á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Upphitun landsliðsmanna á æfingu.
Upphitun landsliðsmanna á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom mér örlítið á óvart hversu rólegir við erum búnir að vera. Ég hélt að það yrði meiri spenna og æsingur í okkur en ég held að það sé bara jákvætt. Ég held að þetta komi þegar við byrjum að ferðast í leikina og erum mættir á völlinn," sagði miðjumaðurinn, Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Gelendzhik í morgun.

Í dag eru fjórir dagar í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu frá upphafi. Ísland mætir þá Argentínu í Moskvu.

Gylfi Þór segist vera hrifinn af Rússlandi það sem af er.

„Þetta er frábært hótel og góð aðstaða fyrir okkur og frábær æfingasvæði. Það mætti vera aðeins minni vindur fyrir utan það þá hefur þetta verið mjög fínt," sagði Gylfi en eru landsliðsmennirnir nokkuð of yfirvegaðir?

„Ég vona ekki, það kemur allt í ljós. Það var kannski meiri spenna og fiðringur í okkur fyrir EM, þá var allt fyrst hjá okkur. Við erum ekki að upplifa allt í fyrsta skipti núna. Það kannski hjálpar okkur. Við fórum langt á adrenalíninu á síðasta stórmóti."

„Ég held að reynslan af EM sé að hjálpa okkur, sérstaklega í undankeppninni fyrir HM. Reynsla af stórum leikjum og þurfa að spila vel þegar þess þarf. Það er erfitt að segja hversu mikilvæg hún er, en hún er gríðarlega dýrmæt fyrir okkur og ég vona að við getum nýtt hana á þessu móti."

Argentínski varnarmaðurinn og liðsfélagi Gylfa í Everton Funes Mori var ekki valinn í lokahóp Argentínu fyrir HM. Hefur Gylfi eitthvað heyrt í honum og beðið um ráð til að vinna Argentínu?

„Ég ætti kannski að heyra í honum. Við spjölluðum auðvitað mikið saman fyrir sumarfrí. Ég þarf nú ekki að spyrja hann mikið út í leikmenn Argentínu, við vitum það að þeir eru allir mjög góðir og það er erfitt að brjóta þá niður," sagði Gylfi Þór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner