Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 12. júní 2018 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Rúnar Alex: Engu þungu fargi af manni létt
Icelandair
Rúnar Alex á æfingu í Gelendzhik.
Rúnar Alex á æfingu í Gelendzhik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðarteymi Íslands ræðir saman.
Markvarðarteymi Íslands ræðir saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður finnur að þetta sé að nálgast og spennan kemur með því. Ég var eiginlega ekkert búinn að spá í því hvernig tilfinningin yrði. Þetta er mikið stolt sem fylgir þessu og maður þarf að muna að njóta hverri mínútu," sagði Rúnar Alex Rúnarsson einn af markmönnum íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.

Rúnar er á sínu fyrsta stórmóti og er ánægður með fyrstu dagana í Rússlandi.

„Það hefur farið mjög vel um okkur. Hótelið er fínt og maturinn er mjög góður, enda með íslenskan kokk. Það er allt til fyrirmyndar og veðrið er geggjað. Ég er mjög sáttur með þetta."

Rúnar Alex segist gera sér fulla grein um hans hlutverk á mótinu.

„Ég held að það séu flest allir sammála um það að Hannes er númer eitt og eigi að spila. Ég reyni að bakka hann upp og vonandi set ég einhverja pressu svo hann standi sig ennþá betur. Ég er klár ef kallið kemur."

Í viðtali við Hannes Þór Halldórsson markvörð Íslands og Guðmund Hreiðarsson markmannsþjálfara fyrr í vikunni kom í ljós að Hannes tók léttan fund með markvarðarteyminu og samkvæmt þeim hafi andrúmsloftið orðið léttara eftir þann fund.

„Ég skil hvað hann á við, ég að held að stemningin myndist þannig að við ungu lítum á reynslu miklu mennina sem eru í þessu tilviki, Hannes og Gummi (Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari) og við reynum að fylgja þeim. Hannes talaði um að hann vildi meira pepp og hrós frá hver öðrum. Ég get ekki sagt að það hafi þungu fargi af manni létt þegar þessi umræða var tekin en við getum allir verið sammála um að það sé betri stemning á æfingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner