Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 12. júní 2018 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Russell Crowe styður Ísland á HM
Russell Crowe styður Ísland ásamt öðrum á HM
Russell Crowe styður Ísland ásamt öðrum á HM
Mynd: Getty Images
Ísland verður eitt af liðunum sem leikarinn heimsþekkti Russell Crowe ætlar að styðja á heimsmeistaramótinu sem hefst í Rússlandi á fimmtudag.

Crowe hélt einmitt líka með Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrrasumar.

Ísland er þó ekki eina liðið sem leikarinn ætlar að styðja á mótinu, en hann ætlar að styðja hvorki meira né minna en 8 lið á mótinu, eitt úr hverjum riðli.

Liðin sem Crowe ætlar að styðja eru Úrúgvæ, Portúgal, Ástralía, Ísland, Kosta Ríka, Suður Kórea, Belgía og Pólland.

Crowe er Ný-Sjálendingur en hans menn rétt misstu af sæti á mótinu eftir tap í umspili gegn Perú.

Þá yrði hann einnig glaður ef England myndi vinna mótið en segir líka að Þjóðverjar séu sterkir.




Athugasemdir
banner
banner
banner