þri 12. júní 2018 15:05
Ingólfur Páll Ingólfsson
Vináttulandsleikur: Japan sigraði Paragvæ
Mynd: Getty Images
Japanska landsliðið mætti Paragvæ í miklum markaleik. Leikurinn var sá síðasti sem Japan spilar fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst eftir tvo daga.

Paragvæ komst yfir á 32. mínútu með marki Oscar Romero. Japan komu öflugir inn í síðari hálfleikinn og voru komnir yfir eftir 63 mínútur með tveimur mörkum frá Takashi Inui.

Federico Santander, leikmaður FC Kaupmannahafnar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 77. mínútu. Bæði lið bættu við einu marki í uppbótartíma og Japan sigraði því 4-2.

Japan leikur í H-riðli og mætir Kólumbíu þann 19. júní. Auk Kólumbíu spilar liðið við Senegal og Pólland.

Japan 4 - 2 Paraguay
0-1 Oscar Romero ('32 )
1-1 Takashi Inui ('51 )
2-1 Takashi Inui ('63 )
2-2 Federico Santander ('77 , sjálfsmark)
3-2 Shinji Kagawa ('90 )
3-3 Danilo Ortiz ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner