Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. júní 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
De Ligt ráðlagt að fara til Man Utd - Arsenal orðað við Pellegrini
Powerade
Lorenzo Pellegrini er orðaður við Arsenal.
Lorenzo Pellegrini er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Buffon til Porto?
Buffon til Porto?
Mynd: Getty Images
Onana er orðaður við United.
Onana er orðaður við United.
Mynd: Getty Images
Það er nóg af slúðri í gangi í ensku blöðunum og maður hreinlega veit ekkert hverju skal trúa! Guardiola, Rakitic, Wan-Bissaka, Maguire, de Ligt, Lampard, Sarri, Pogba, Onana, Buffon og fleiri í pakka dagsins.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gæti tekið sér frí frá fótbolta ef honum tekst að vinna Meistaradeildina með City á næsta tímabili. (Star)

Manchester United þarf í tvígang að setja félagsmet yfir kaupverði á varnarmanni ef félagið ætlar að fá Aaron Wan-Bissaka (21) frá Crystal Palace og Harry Maguire (26) frá Leicester á samtals 130 milljónir punda. (Standard)

United hefur áhuga á enska varnarmanninum Max Aarons (19) hjá Norwich ef ekki gengur að fá Wan-Bissaka. (Sky Sports)

Matthijs de Ligt (19), varnarmaður Ajax, segist ætla að nota sumarfríið til að ákveða framtíð sína. (Mundo Deportivo)

De Ligt hefur verið ráðlagt að fara til félags eins og Manchester United, þar sem hann sé öruggur með byrjunarliðssæti, áður en hann fari til Barcelona í framtíðinni. (Sport)

Chelsea vill hafa nýjan stjóra tilbúinn um leið og Maurizio Sarri verður staðfestur sem nýr stjóri Juventus seinna í þessari viku. (Mirror)

Æðstu menn Chelsea vilja halda Sarri og biðja hann um að endurskoða ákvörðun sína. (Sun)

Chelsea hefur hafið viðræður við Frank Lampard, stjóra Derby, um endurkomu á Stamford Bridge. (Mail)

Callum Hudson-Odoi (18), vængmaður Chelsea, vill vera viss um að fá mikinn spiltíma áður en hann samþykkir nýjan samning. Enski landsliðsmaðurinn á eitt ár eftir af gildandi samningi. (Sun)

Real Madrid mun gera allt sem félagið getur til að kaupa franska miðjumanninn Paul Pogba (26) frá Manchester United því hann er efstur á blaði hjá Zinedine Zidane. (Marca)

Arsenal hefur áhuga á að fá Lorenzo Pellegrini (22) frá Roma. Hann er með 27 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. Tottenham, AC Milan og Inter hafa einnig áhuga á ítalska landsliðsmiðjumanninum. (Mirror)

Áhugi West Ham á Slóvakanum Stanislav Lobotka (24) hjá Celta Vigo hefur minnkað og félagið leggur nú áherslu á að fá spænska miðjumanninn Pablo Fornals (23). (Guardian)

Gianluigi Buffon (41), fyrrum landsliðsmarkvörður Ítalíu, gæti farið til Porto og fyllt skarðið sem Iker Casillas (38) skildi eftir sig. (Tuttosport)

Manchester United íhugar að koma með nýtt samningstilboð á borðið fyrir spænska markvörðinn David de Gea (28). Gildandi samningur hans rennur út næsta sumar. (Telegraph)

United mun horfa til kamerúnska markvarðarins Andre Onana (23) hjá Ajax ef De Gea fer í sumar. (Independent)

Ekki er búist við því að staða yfirmanns fótboltamála verði sett á laggirnar hjá Manchester United í sumar. Framkvæmdastjórinn Ed Woodward mun þá halda áfram að stýra leikmannakaupum. (Mail)

Barcelona hefur áhuga á sóknarmanninum Louie Barry (15), U-16 landsliðsmanni Englands sem er hjá West Brom. (Birmingham Mail)

Alex Oxlade-Chamberlain (25) mun skrifa undir nýjan samning við Liverpool til 2023. (Mail)

Joao Felix (19), hefur áhuga á að fara til Atletico Madrid. Þessi eftirsóknarverði leikmaður sló í gegn með Benfica á liðnu tímabili og lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal. (AS)

Matteo Darmian (29) færist nær því að yfirgefa Manchester United en enska félagið er í viðræðum við Valencia og tvö ónefnd ítölsk félög. (ESPN)

Nicolas Burdisso, íþróttastjóri Boca Juniors, er vongóður um að fá Daniele de Rossi (35) til Argentínu. (Closs Continental)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner