Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. júní 2019 14:48
Elvar Geir Magnússon
Hamren gagnrýndur eftir að hafa dregið upp vindil - Bréf ritað til KSÍ
Skjáskot úr vefútsendingu Vísis frá fréttamannafundinum.
Skjáskot úr vefútsendingu Vísis frá fréttamannafundinum.
Mynd: Skjáskot/Vísir
Á þjálfaraferli Erik Hamren hefur hann verið með þá hefð að fá sér vindil þegar vissum áföngum er fagnað. Þetta hefur hann til dæmis gert með sænska landsliðinu, norska liðinu Rosenborg og víðar.

Hamren náði markmiði sínu úr liðnum landsleikjaglugga þegar hann stýrði Íslandi til tveggja sigra í undankeppni EM, gegn Albaníu og Tyrklandi.

Hamren tók vindilinn upp í fyrsta inn sem landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi eftir sigurleikinn gegn Tyrklandi í gær. Hann þefaði af honum og sagðist ætla að njóta hans síðar um kvöldið í tilefni af sigrunum.

Ekki eru allir hrifnir af uppátæki Svíans en Guðlaug B. Guðjóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags höfuðborg­ar­svæðis­ins, hefur ritað KSÍ bréf vegna málsins.

Í viðtali við mbl.is segir hún að þetta hafi verið „af­skap­lega ósmekk­legt og skrít­in skila­boð til barna og ung­menna". Hún segir að Hamren hafi ekki farið eftir forvarnarstefnu ÍSÍ og sýnt af sér dómgreindarleysi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner