banner
   mið 12. júní 2019 15:08
Elvar Geir Magnússon
HM kvenna: Mikill fögnuður hjá leikmönnum Nígeríu
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Nígería 2 - 0 Suður-Kórea
0-1 Do Yeon Kim ('29 , sjálfsmark)
1-1 Asisat Oshoala ('75 )

Nígería og Suður-Kórea mættust í dag í 2. umferð A-riðils HM-kvenna en leikið var á Alpavöllum í Grenoble.

Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferðinni en það var nígeríska liðið sem fagnaði gríðarlega í leikslok í dag.

Nígeríska liðið leiddi í hálfleik 1-0 eftir sjálfsmark. Boltinn virtist fara í hendina á leikmanni Nígeríu í aðdraganda marksins en eftir að hafa notast við VAR kom í ljós að engin snerting átti sér stað og markið var látið standa.

Suður-Kórea var meira með boltann í leiknum en Nígería tvöfaldaði forystuna eftir frábæra skyndisókn. Asisat Oshoala, leikmaður Barcelona, fór framhjá markverðinum og skoraði.

Kóreuliðið veit að það þarf nauðsynlega að vinna Noreg í lokaumferðinni til að eiga von um að fara áfram en Nígería er með þrjú stig líkt og Frakkland og Noregur sem mætast í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner