Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. júní 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Hörður sigraði Reyni
Hörður Ísafirði
Hörður Ísafirði
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Reynir H 2-4 Hörður Í
1-0 Heimir Þór Ásgeirsson ('2)
1-1 Birkir Eydal ('23 víti)
1-2 Birkir Eydal ('42)
1-3 Guðmundur Páll Einarsson ('63)
1-4 Jóhann Samuel Rendall ('71)
2-4 Aníbal Joao Oliveira Costa ('78)

Einn leikur fór fram í 4. deild í gær. Hörður frá Ísafirði heimsótti Reyni á Hellisandi.

Gestirnir unnu leikinn með fjórum mörkum gegn tveimur. Heimir Þór Ásgeirsson kom heimamönnum yfir strax á 2. mínútu en þá tóku gestirnir við sér og skoruðu næstu fjögur mörkin áður en Aníbal Joao Oliveira Costa klóraði í bakkann fyrir Reyni.

Birkir Eydal skoraði tvö fyrir gestina og Guðmundur Páll Einarsson og Jóhann Samuel Rendall gerðu eitt mark hvor.

Eftir leikinn er Hörður í öðru sæti eftir fjóra leiki, einu stigi á eftir toppliði KÁ sem er búinn með einum leik meira. Reynir er í næst neðsta sæti með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner