Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. júní 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danny Rose í viðræðum við Watford
Mynd: Getty Images
Watford leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næsta keppnistímabili. Liðið tryggði sér sæti í deildinni eftir að hafa hafnað í 2.sæti í Championship deildinni.

Watford eru að styrkja liðið fyrir komandi átök á næsta tímabili en þeir hafa staðfest komu Ashley Fletcher til liðsins.

Nú ganga sögur um að Danny Rose sé á leið til félagsins. Samningur Rose rann út hjá Tottenham eftir tímabilið en hann hefur verið á mála hjá þeim frá árinu 2007. Hann hafði ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Jose Mourinho hjá Tottenham.

Rose verður 31. árs í júlí. Hann á að baki 214 leiki fyrir Tottenham og 29 A-landsleiki.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner