lau 12. júní 2021 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dortmund ætlar að byggja liðið í kringum Bellingham
Mynd: EPA
Dortmund keypti hinn 17 ára gamla Jude Bellingham frá Birmingham á síðasta tímabili og stóð hann sig frábærlega á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni.

Árangurinn hans varð til þess að hann var reglulega í byrjunarliðinu á miðjunni í liði Dortmund og hann var það góður að hann var valinn í EM hóp Englands.

Það eru sögusagnir um að mörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á honum. Dortmund vill meina að hann sé orðinn einn af þeirra aðal leikmönnum og fyrst Jadon Sancho sé sennilega á förum til Manchester United vill Dortmund alls ekki leyfa Bellingham að fara.

Þrátt fyrir að hafa einungis verið í ár hjá Dortmund er möguleiki að hann muni skrifa undir nýjan samning þar sem búist er við miklu af honum í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner