lau 12. júní 2021 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Í fyrsta sinn sem Ítalía skorar þrjú mörk á EM
Ítalía vann sannfærandi sigur í gær.
Ítalía vann sannfærandi sigur í gær.
Mynd: EPA
Ítalía og Tyrkland mættust í opnunarleik EM í gær. Svo fór að Ítalía fór með öruggan sigur að hólmi 3-0.

Merih Demiral varnarmaður Tyrklands varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 53. mínútu og kom þar með Ítölum í 1-0 forystu.

Markahrókurinn Ciro Immobile skoraði síðan annað markið og Lorenzo Insigne gerði síðan út um leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir. 3-0 lokatölur.

Þetta er sögulegur sigur fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem Ítalía skorar meira en tvö mörk í leik á EM í sögunni. Þetta var 39. leikur þeirra á Evrópumóti frá upphafi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner