lau 12. júní 2021 09:15
Elvar Geir Magnússon
Mancini: Enn löng leið á Wembley
Roberto Mancini glæsilegur á hliðarlínunni.
Roberto Mancini glæsilegur á hliðarlínunni.
Mynd: EPA
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segist ánægður með sína menn í 3-0 sigrinum gegn Tyrklandi en enn sé löng leið á Wembley leikvanginn þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram.

Ítalía hafði gríðarlega yfirburði í opnunarleik EM alls staðar og skoruðu öll þrjú mörkin í seinni hálfleik.

„Við sýndum góða frammistöðu. Við náðum ekki marki í fyrri hálfleik og þetta var ekki auðvelt. Þetta var opnunarleikurinn og Tyrkland er með mjög gott lið," segir Mancini.

„Í leik sem þessum þarftu á öllu að halda. Við vorum með hjálp frá stuðningsmönnunum. Liðið lék mjög vel."

„Þegar við náðum að koma boltanum hratt á milli manna þá gerði það gæfumuninn, við náðum alltaf að finna lausan mann. Það er mikilvægt fyrir okkur að byrja vel, þetta var gott kvöld fyrir okkur, stuðningsmenn og Ítalíu í heild."

„Þetta var stórkostlegt kvöld og vonandi verða þau mun fleiri. Það er enn löng leið á Wembley."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner