Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 12. júlí 2018 22:46
Mist Rúnarsdóttir
Helena Ólafs: Skildi ekki þessa uppákomu
Helena og lærimeyjar sóttu eitt stig í Mosó
Helena og lærimeyjar sóttu eitt stig í Mosó
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta var jafn leikur og hefði getað dottið hvoru megin sem var,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafnteflisleik gegn Aftureldingu/Fram fyrr í kvöld.

„Við vorum að mæta hörkuliði og allir leikir í þessari deild eru erfiðir, alveg sama hvað liðin eru með mörg stig og annað. Ég er svolítið svekkt að fara ekki með þrjú stig héðan.“

Lestu um leikinn: Afturelding/Fram 2 -  2 ÍA

„Bæði lið fengu færi og mér fannst við ekki þurfa að gefa þeim þessi tvö mörk en Fanney skorar tvö góð mörk fyrir okkur og auðvitað átti það að duga,“ sagði Helena en heimaliðið var afar ósátt við síðara mark ÍA og vildi meina að um rangstöðu hefði verið að ræða. Helena var sjálf á varamannabekknum fjær og sá línuna ekki nógu vel.

„ Ég er náttúrulega þeim megin á vellinum að ég get ekki dæmt það en þjálfarinn þeirra vildi meina það,“ svaraði hún aðspurð um hvort Fanney hefði verið rangstæð í markinu.

Áhugaverð uppákoma varð skömmu fyrir leikhlé sem erfitt var að lesa í ofan úr blaðamannaskúrnum. Einhver reikistefna varð á milli þjálfara og varamannabekkja liðanna og Óliver dómari tók sér góðan tíma í að stoppa leikinn og fara yfir málið. Hvað gerðist eiginlega?

„Þeir fóru að telja liðsstjórana okkar. Töldu að við værum með einum of marga liðsstjóra á bekknum og biðja dómarann um fund. Ég hef bara aldrei á minni ævi lent í þessu en málið er að við vorum með löglega skýrslu og ég skildi ekki þessa uppákomu og mun ekki skilja. En hann baðst afsökunar á þessu.“

Nánar er rætt við Helenu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner