Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 12. júlí 2018 23:05
Mist Rúnarsdóttir
Júlli: Við viljum meira
Júlli var ánægður með framlag sinna leikmanna en svekktur að landa ekki sigri
Júlli var ánægður með framlag sinna leikmanna en svekktur að landa ekki sigri
Mynd: Raggi Óla
„Þetta var hörkuleikur en ég hefði viljað fá meira út úr þessu,“ sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar/Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA á heimavelli. „Við hefðum bara átt að klára þetta. Við fengum færi til þess að klára þetta í lokin og líka bara í leiknum sjálfum.“

Lestu um leikinn: Afturelding/Fram 2 -  2 ÍA

Júlli gerði taktískar breytingar í hálfleik og færði leikmenn til á vellinum í von um að finna glufur á Skagaliðinu.

„Við vorum að reyna að fara á veikleika þeirra og þess vegna gerðum við smá breytingar og tilfærslur inn á vellinum.“

Tilfærslurnar hleyptu nýju lífi í sóknarleikinn og Afturelding/Fram skoraði tvö mörk. Það dugði ekki til sigurs en þjálfarinn var þrátt fyrir það ánægður með sitt lið.

„Ég er mjög sáttur við mínar stelpur. Þær lögðu sig fram og það var mikil barátta í mínu liði.“

Það var ekki hægt að sleppa Júlla án þess að spyrja um hans hlið á uppákomunni sem stal senunni rétt fyrir hálfleik en þá stoppaði Óliver dómari leikinn til að eiga orð við þjálfarateymi liðanna. Júlli vildi lítið gera úr atvikinu og segir að allir hafi náð sáttum.

Eftir 8 leiki er Afturelding/Fram í 7. sæti deildarinnar með 7 stig. Júlli er ekki ánægður með þá uppskeru og vill koma liðinu ofar í töfluna.

„Við viljum meira. Við erum með það gott lið að við ættum að geta gert betur. Við erum búnar að vera óheppnar í að minnsta kosti þremur af þessum fjórum jafnteflisleikjum og höfum verið að fá mörk á okkur í lokin.“

„Við viljum vera ofar en okkur var spáð og við stefnum kannski á miðbikið bara,“
sagði Júlli meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner