fim 12. júlí 2018 13:22
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo þriðji launahæsti í boltanum - Sjáðu topp tíu
Tveir fá hærri laun en CR7.
Tveir fá hærri laun en CR7.
Mynd: Getty Images
Á hverjum klukkutíma fær Cristiano Ronaldo rúmlega 430 þúsund íslenskar krónur í laun. Hann er með 500 þúsund pund í vikulaun eftir að hafa samið við Ítalíumeistara Juventus.

Það eru þó tveir fótboltamenn á jörðinni með hærri laun en hann; Lionel Messi hjá Barcelona og Neymar hjá PSG.

Það er nóg til í Kína en á topp tíu listanum yfir þá launahæstu eru þrír að spila í landinu.

Árslaun:
1. Lionel Messi (Barcelona) £40,5m
2. Neymar (Paris Saint-Germain) £31,7m
3. Cristiano Ronaldo (Juventus) £26,6m
4. Alexis Sanchez (Manchester United) £23,4m
5. Oscar (Shanghai SIPG) £21,1m
6. Ezequiel Lavezzi (Hebei Fortune) £20,3m
7. Mesut Özil (Arsenal) £18,2m
8. Hulk (Shanghai SIPG) £17,6m
9. Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain) £15,9m
10. Paul Pogba (Manchester United) £15,4m
Athugasemdir
banner
banner
banner