Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. júlí 2018 09:41
Magnús Már Einarsson
Símamótið í beinni í Sjónvarpi Símans
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Í dag hefst Símamótið í 33. skipti á félagssvæði Breiðabliks í Smáranum en það stendur yfir fram á sunnudag.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu í Sjónvarpi Símans um helgina.

Símamótið er stærsta knattspyrnumót ársins og metþátttaka er á mótinu í ár en skráð lið eru 328 og munu rúmlega 2.200 stúlkur í 5., 6., og 7. flokki etja kappi þessa þrjá daga sem mótið fer fram.

Mótið hefst með skrúðgöngu og skemmtun á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld þar sem Ingó Veðurguð mun koma fram.

Alls verða leikirnir 1.312 og verður spilað á 32 völlum föstudag, laugardag og sunnudag og áætlað er að úrslitaleikir fari fram eftir hádegi á sunnudag.

Auk knattspyrnuleikja er fjölbreytt afþreyingardagskrá og á laugardagskvöldið mun Emmsjé Gauti skemmta.

Dagskrá mótsins og aðrar upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins: simamotid.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner