Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. júlí 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Walters varð að útskýra brandara um stóra Sam
Jonathan Walters.
Jonathan Walters.
Mynd: Getty Images
Jonathan Walters, framherji Burnely og írska landsliðsins, varð að útskýra grín sem hann setti á Twitter eftir að England tapaði gegn Króatíu í undanúrslitum HM í gær.

Walters grínaðist með það að England hefði unnið HM ef Sam Allardyce hefði áfram verið við stjórnvölinn.

Sam tók við Englandi af Roy Hodgson eftir EM í Frakklandi en var rekinn eftir rúma tvo mánuði vegna hneykslismáls. Í kjölfarið tók Gareth Southgate við.

Stuðningsmenn enska landsliðsins brjáuðust yfir Twitter færslu Walters í gær en hún þótti lítið fyndin rétt eftir tapið gegn Króatíu.

Margir héldu að Walters væri alvara og hann þurfti að koma með aðra Twitter færslu þar sem hann útskýrði grínið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner