lau 12. ágúst 2017 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Víðir ætlar að vera með - Fjarðabyggð vann
Víðir Garði vann Völsung.
Víðir Garði vann Völsung.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Enski boltinn var að byrja, en þrátt fyrir það er íslenski boltinn ekki hættur. Núna fyrir stuttu voru að klárast tveir leikir í 2. deild.

Bæði Víðir og Völsungur vilja berjast um að komast upp í Inkasso-ástríðunna. Þessi lið mættust í Garði í dag.

Völsungur komst yfir á 18. mínútu, en þegar stundarfjórðungur var eftir vöknuðu heimamenn. Dejan Stamenkovic jafnaði á 76. mínútu og þegar tvær mínútur voru eftir skoraði Milan Tasic sigurmarkið.

Flottur sigur Víðis, sem er í fjórða sæti með 28 stig, þremur stigum frá öðru sæti. Völsungur er í sjötta sæti með 23 stig.

Í fallbaráttunni vann Fjarðabyggð mikilvægan sigur á KV. Lokatölur voru á Eskjuvelli voru 3-1 fyrir Fjarðabyggð, sem er núna með 17 stig. KV er líka með 17 stig, en liðin eru í 10. og 11. sæti.

Víðir 2 - 1 Völsungur
0-1 Arnþór Hermannsson ('18)
1-1 Dejan Stamenkovic ('76)
2-1 Milan Tasic ('88)

Fjarðabyggð 3 - 1 KV
1-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson ('4)
1-1 Jón Kári Ívarsson ('33, víti)
2-1 Morten Levinsen ('68)
3-1 Georgi Karaneychev ('83)
Rautt spjald: Jón Kári Ívarsson, KV ('94)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner